Blue light gler

Blue light gler

Blue light gler eru gler með blágeislavörn. Stundum eru gleraugu með slíkum glerjum kölluð skjávinnugleraugu  eða gler með skjávörn, því þau vernda augun fyrir bláum gleislum sem stafa frá tölvu- og sjónvarpsskjám og snjalltækjum. 

Bláa geisla er að finna í okkar daglega lífi. Þá er að finna í  dagsljósi en einnig í formi ljósgjafa eins og í  Led lýsingu og frá snjalltækjum, tölvu- og sjónvarpsskjám.

Dagsljósið er okkur nauðsynlegt, þar á meðal bláu geislarnir. Dagsljósið gefur heilanum skilaboð í gegnum sjáöldrin að það sé dagur og að við eigum að vera vakandi.

Hins vegar sýna rannsóknir að of mikið af bláa ljósinu á kvöldin getur ruglað okkur í ríminu og því getur verið erfitt að ná góðum svefni eftir mikla notkun á bláa ljósinu. Það getur því verið gott að nota gleraugu með blágeislavörn á kvöldin við skjánotkun til að koma í veg fyrir svefntruflanir þar sem bláa ljósið hefur áhrif á svefn og gæði hans.

Bláu geislarnir frá tölvum og skjám geta einnig valdið augnþreytu. Margir kannast við aukinn pirring í augum og augnþurrk við mikla skjánotkun. Blue light gler vernda augun fyrir bláu geislunum frá skjánum og draga því úr augnþreytu. Mörgum finnst mjög þægilegt og róandi að nota slík gleraugu við þær aðstæður.

Þá vernda blue light gler augnbotna okkar fyrir skaðlegum geislum sólarinnar og bláu geislunum frá skjám og tövum. Að degi til lenda geislar sólarinnar á augnbotninum en of mikið af þeim eykur líkur á augnbotnahrörnun. Því er nauðsynlegt að nota sólgleraugu með vörn við mikla útiveru og heppilegt getur verið að nota blue light gleraugu við mikla tölvu- og skjávinnu til að vernda augnbotna okkar.

Aukin eftirspurn er eftir blue light glerjum því þau veita vernd gegn bláum geislum sem stafa frá snjalltækjum og tölvuskjám. Blue light gler eru því alveg jafn heppilegur valkostur fyrir þá sem almennt nota ekki gleraugu en vilja vernda augun fyrir bláu geislunum við skjánotkun.